Vilja endurskoða samstarfið við AGS 7. október 2009 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagshrun og endurreisnina á Alþingi í gær. fréttablaðið/vilhelm Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira