Vilja endurskoða samstarfið við AGS 7. október 2009 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagshrun og endurreisnina á Alþingi í gær. fréttablaðið/vilhelm Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent