Innlent

Steingrímur kemur heim í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim í dag. Mynd/ GVA.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim í dag. Mynd/ GVA.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag og mun funda með þingflokki Vinstri grænna klukkan fjögur.

Elías Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra, segist gera ráð fyrir að fjárlögin verði á meðal þess sem rætt verði á þingflokksfundinum enda hafi Steingrímur flogið áleiðis til Istanbul daginn eftir að fjárlögin voru kynnt.

Þá segist Elías eiga von á því að menn reyni að hreinsa loftið í þingflokknum en eins og komið hefur fram í fréttum hefur borið á ólgu innan þingflokksins eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×