Innlent

Fundi lokið á Hjarðarhaganum - ræddu Evrópumálin

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir fóru frá heimili Jóhönnu Sigurðardóttur við Hjarðarhaga fyrir stundu. Þar höfðu þau þrjú fundað ásamt Degi B. Eggertssyni varaformanni Samfylkingarinnar síðan fyrr í dag.

Þau vildu lítið gefa upp að fundi loknum en sögðu þó að viðræðum yrði haldið áfram á morgun. Þingflokksfundir verða einnig haldnir og Jóhanna mun síðan fara á fund forseta Íslands á Bessastöðum til þess að gera honum grein fyrir stöðu mála.

Jóhanna sagði að ekkert lægi á enda væru flokkarnir með meirihluta á þingi.

Varðandi Evrópumálin sagði Jóhanna að þau hefðu verið rædd og flokkarnir hefðu komist ágætlega áleiðis með þau mál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×