Innlent

Renault Scénic stolið úr Breiðholti

Svona lítur bíllinn út en sá sem lýst er eftir er silfurlitaður.
Svona lítur bíllinn út en sá sem lýst er eftir er silfurlitaður.
Silfurlituðum Renault Scénic var stolið úr P-stæði við Æsufell 4 í Breiðholti í morgun eða nótt. Eigandi bílsins tók eftir þessu um níu leytið í morgun en hefur ekki hugmynd um hvenær bílnum var stolið.

Skráningarnúmer bílsins er BT 673. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir bílsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1130.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×