Innlent

Ferjusiglingar Herjólfs ekki hluti af þjóðvegi

Herjólfur.
Herjólfur.

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Eimskipi er heimilt að taka gjald af ferjusiglingum á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.

Umboðsmanninum barst kvörtun um að gjaldtaka vegna ferjusiglinganna væri óheimil í ljósi þess að leiðin á milli Þorlákshafnar til Vestmannaeyja væri þjóðvegur.

Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að í skilningi vegalaga þá væru ferjusiglingar Herjólfs ekki hluti af þjóðveginum. Hann tekur hinsvegar ekki afstöðu til gjaldtöku Eimskips vegna flutninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×