Innlent

Rýmingaræfing í Turninum

Turninn.
Turninn.

Mikill viðbúnaður er fyrir utan Turninn í Kópavogi en þar má sjá slökkviliðsbíla og sjúkrabíl. Þegar haft var samband við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að ekki var allt eins og sýndist. Nú fer nefnilega fram rýmingaæfing samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins.

Æfingin er sú fyrsta og er á vegum húsfélagsins. Mikilvægt er að þeir sem halda til í húsinu séu með viðbrögðin á hreinu enda gríðarlega hátt hús og mikil hætta getur skapast ef eldur kemur upp.

Eldur hefur einu sinni komið upp í Turninum en það var á síðasta ári. Þá varð engum meint af en eignatjón varð nokkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×