Gefur fólki virkilega mikið að knúsa dýr 25. nóvember 2009 01:30 kÆRKOMINN VINUR Guðbjörg Þórarinsdóttir á Laugateigi fékk í gær heimsókn frá Ólöfu Guðbrandsdóttur og hundinum hennar Aroni og saman fóru þau í göngutúr. Guðbjörg verður áttræð eftir helgi og er að jafna sig eftir fótbrot.Fréttablaðið/vilhelm „Það getur gefið fólki virkilega mikið að fá að knúsa dýr," segir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur um þá nýbreytni sem hófst á líknardeild Landspítalans í gær að fá sérstakan hund í heimsókn á deildinni. Hundurinn sem heimsótti líknardeildina í Kópavogi gær er á vegum Rauða krossins. Að sögn Daggar Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum í Kópavogi, eru um þrjú ár síðan heimsóknir hunda hófust á ýmsar stofnanir. Til dæmis eru heimsóknir á hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð, sambýli aldraðra með heilabilun í Roðasölum, í athvarf fyrir fólk með geðraskanir og í Kópavogsfangelsið auk líknardeildarinnar. Hundarnir eru í eigu sjálfboðaliða sem þurfa að sögn Daggar að gangast undir sérstakt mat með dýrum sínum áður en þeir gerast svokallaðir heimsóknarvinir. Hundana segir hún af öllum mögulegum tegundum. Aðalatriðið sé að þeir hafi góða skapgerð og séu hlýir. „Sjálfboðaliðarnir eru fólk sem hefur áhuga á að gefa af sér og láta gott af sér leiða. Sumir eru í þessu árum saman. Hér í Kópavoginum erum við með tólf til fimmtán hunda sem flestir fara inn á stofnanir og sambýli. Sumir fara líka á einkaheimili," segir Dögg, sem kveður verkefnið hafa gengið mjög vel. „Það er oft verið að heimsækja eldra fólk sem átti sjálft hund þegar það var yngra og þá er hundurinn mikill gleðigjafi. En það er mest verið að heimsækja fólk sem er félagslega einangrað." Á líknardeild Landspítalans var beðist undan myndatökum í gær. „Þetta eru fyrstu skrefin og við vitum ekki hvernig þetta mun virka," segir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir. Hún bendir á að slíkar heimsóknir séu vandmeðfarnar enda þarf sérstaka undanþágu til að fá þær samþykktar. „Til dæmis er sumum meinilla við hunda og það þarf að passa upp á að dýrið sé bara á tilteknum stað því sumir geta verið með ofnæmi. En þetta eru hundar sem er virkilega treyst til þess að koma og eru hvers manns hugljúfi," útskýrir hún. gar@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það getur gefið fólki virkilega mikið að fá að knúsa dýr," segir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur um þá nýbreytni sem hófst á líknardeild Landspítalans í gær að fá sérstakan hund í heimsókn á deildinni. Hundurinn sem heimsótti líknardeildina í Kópavogi gær er á vegum Rauða krossins. Að sögn Daggar Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum í Kópavogi, eru um þrjú ár síðan heimsóknir hunda hófust á ýmsar stofnanir. Til dæmis eru heimsóknir á hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð, sambýli aldraðra með heilabilun í Roðasölum, í athvarf fyrir fólk með geðraskanir og í Kópavogsfangelsið auk líknardeildarinnar. Hundarnir eru í eigu sjálfboðaliða sem þurfa að sögn Daggar að gangast undir sérstakt mat með dýrum sínum áður en þeir gerast svokallaðir heimsóknarvinir. Hundana segir hún af öllum mögulegum tegundum. Aðalatriðið sé að þeir hafi góða skapgerð og séu hlýir. „Sjálfboðaliðarnir eru fólk sem hefur áhuga á að gefa af sér og láta gott af sér leiða. Sumir eru í þessu árum saman. Hér í Kópavoginum erum við með tólf til fimmtán hunda sem flestir fara inn á stofnanir og sambýli. Sumir fara líka á einkaheimili," segir Dögg, sem kveður verkefnið hafa gengið mjög vel. „Það er oft verið að heimsækja eldra fólk sem átti sjálft hund þegar það var yngra og þá er hundurinn mikill gleðigjafi. En það er mest verið að heimsækja fólk sem er félagslega einangrað." Á líknardeild Landspítalans var beðist undan myndatökum í gær. „Þetta eru fyrstu skrefin og við vitum ekki hvernig þetta mun virka," segir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir. Hún bendir á að slíkar heimsóknir séu vandmeðfarnar enda þarf sérstaka undanþágu til að fá þær samþykktar. „Til dæmis er sumum meinilla við hunda og það þarf að passa upp á að dýrið sé bara á tilteknum stað því sumir geta verið með ofnæmi. En þetta eru hundar sem er virkilega treyst til þess að koma og eru hvers manns hugljúfi," útskýrir hún. gar@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira