Innlent

Árni hefði ekki gert slíka kröfu

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason

Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra var ekki kunnugt um að ráðgjafi hans, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, hygðist gera kröfu upp á 230 milljónir í bú Landsbankans.

Árni Páll upplýsti það í svari við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, Framsóknarflokki, á þingi í gær.

Sagði Árni Páll að það væri ekki sitt að fella dóma um kröfu Yngva Arnar en sjálfur hefði hann ekki gert slíka kröfu.

Gunnar Bragi vildi fá svör um hvort Árni Páll styddi kröfu Yngva Arnar og teldi hana siðferðislega rétta. Árni Páll svaraði þeim spurningum ekki.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×