Innlent

19 milljarða ávinningur að sameina Landspítala

Líkan af háskólasjúkrahúsinu.
Líkan af háskólasjúkrahúsinu.
Milljarða ávinningur er af því að sameina Landspítalann samkvæmt nýrri úttekt sem Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, kynnti í hádeginu. Sérfræðingar norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitekter AS og Hospitalitet AS telja að ávinningurinn af því að sameina rekstur Landspítala vera um 19 milljarða króna á núvirði til næstu 40 ára. Mun dýrara sé fyrir íslenskt samfélag að reka Landspítalann áfram við núverandi aðstæður í Fossvogi og við Hringbraut en að sameina reksturinn.

Hagkvæmast sé að byggja við núverandi Landspítala við Hringbraut í fyrsta áfanga og nýta áfram flest hús sem fyrir eru á lóðinni. Þá telja sérfræðingarnir unnt að áfangaskipta verkefninu í heild þannig að viðráðanlegra verði að hrinda því í framkvæmd og spara 6% í rekstri

spítalans strax að loknum fyrsta áfanga, sem svarar til ríflega tveggja milljarða króna á ári.

Til viðbótar efnahagslegu rökum sérfræðinganna telja þeir að Landspítalinn búi við úr sér genginn húsakost með tilheyrandi erfiðleikum og óhagræði í daglegri starfsemi og minna öryggi fyrir sjúklinga en unnt er að una við. Aðstæður fyrir sjúklinga og starfsfólk standist ekki nútímakröfur.


Tengdar fréttir

Úttekt norskra sérfræðinga um háskólasjúkrahús kynnt

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, hefur boðað til kynningarfundar í hádeginu í dag um úttekt norskra ráðgjafar- og hönnunarfyrirtækja á fyrirliggjandi áformum um nýtt háskólasjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×