Innlent

Stjórnendur fyrirtækja geti endurskipulagt skuldir þeirra

Forystumenn kynntu efnahagstillögurnar i dag
Forystumenn kynntu efnahagstillögurnar i dag
Efling atvinnulífsins er eina ábyrga leiðin til að lágmarka lánsfjárþörf ríkisins, eftir því sem fram kemur í tillögum sjálfstæðismanna um efnahagsmál sem kynntar voru á blaðamannafundi i dag. Markmið sjálfstæðismanna með tillögunum, sem er í níu liðum, er að leysa efnahagslífið - fyrirtæki og heimili - úr þeim efnahagslegu fjötrum sem fjármálakreppan hneppti það í síðastliðið haust.

Sjálfstæðismenn vilja að rekstrarumhverfi fyrirtækja verði lagað. Þeir vilja gera stjórnendum fyrirtækja kleift að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja. Þá segja sjálfstæðismenn að laða þurfi að erlenda fjárfesta, veita skattaafslætti til, nýsköpunar, rannsóknar- og þróunarstarfs og endurvekja hlutabréfaafslátt til almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×