Prentlög og útvarpslög verða samræmd 3. september 2009 05:30 Unnið er að heildarendurskoðun lagaumhverfis fjölmiðla þar sem horft verður til eignarhalds meðal annars. Katrín Jakobsdóttir á von á að frumvarp komi fram á haustþingi.fréttablaðið/anton Unnið er að heildarendurskoðun löggjafar fyrir fjölmiðla í menntamálaráðuneytinu og að öllum líkindum verður frumvarp lagt fyrir Alþingi í haust. Áður verður haft samráð við hagsmunaaðila og almenning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mikil vinna hafi verið unnin innan ráðuneytisins. Fyllsta þörf sé á heildarendurskoðun í þessum efnum og því að samræma þau lög sem gilda um fjölmiðla hér á landi. Núverandi löggjöf er tvíþætt: annars vegar prentlög fyrir prentmiðla, en málefni þeirra eru undir dómsmálaráðuneytinu, og hins vegar útvarpslög fyrir ljósvakamiðla. Þau heyra undir menntamálaráðuneytið. Katrín sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í ágúst að samræma þyrfti þessi lög. „Nokkurt misræmi er að finna í þessum lögum þegar kemur til dæmis að ábyrgðarreglum og ég tel mjög mikilvægt að þessi lög verði skoðuð samhliða og reynt að samræma þær reglur sem þar er að finna um fjölmiðla.“ Katrín minnir á að prentlögin séu frá árinu 1956 og því nauðsyn á að endurskoða þau. Grundvallarbreyting hafi orðið á Evróputilskipun um fjölmiðla í lok síðasta árs og gildandi lög hér á landi séu um margt úrelt. Skilgreiningar í þeim séu of þröngar og ekki tekið á tækninýjungum. Í gildandi prentlögum sé til dæmis ekki minnst á netið „og ef við reiknum með því að það sé ekki bóla þá er ágætt að fara að koma því í lög“. Meðal þess sem er til skoðunar er ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum. Ráðherra segir að þar sé byggt á vinnu sem fyrir liggur. Þar verði skýrsla þverpólitískrar nefndar frá árinu 2005, sem skoðaði eignarhald fjölmiðla, höfð til hliðsjónar. Þá þurfi að skoða breytingu á gildissviði nokkurra annarra laga, til dæmis hvað snertir höfundarrétt. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherra út í frumvarpið á Alþingi. Hann sagði við það tækifæri að hann vonaðist eftir því að hægt væri að ræða þessi mál án sleggjudóma eða tenginga við einhverjar persónur. Gagnsæi væri ákaflega mikilvægt og þar væri ríkisfjölmiðillinn ekki undanskilinn. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Unnið er að heildarendurskoðun löggjafar fyrir fjölmiðla í menntamálaráðuneytinu og að öllum líkindum verður frumvarp lagt fyrir Alþingi í haust. Áður verður haft samráð við hagsmunaaðila og almenning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mikil vinna hafi verið unnin innan ráðuneytisins. Fyllsta þörf sé á heildarendurskoðun í þessum efnum og því að samræma þau lög sem gilda um fjölmiðla hér á landi. Núverandi löggjöf er tvíþætt: annars vegar prentlög fyrir prentmiðla, en málefni þeirra eru undir dómsmálaráðuneytinu, og hins vegar útvarpslög fyrir ljósvakamiðla. Þau heyra undir menntamálaráðuneytið. Katrín sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í ágúst að samræma þyrfti þessi lög. „Nokkurt misræmi er að finna í þessum lögum þegar kemur til dæmis að ábyrgðarreglum og ég tel mjög mikilvægt að þessi lög verði skoðuð samhliða og reynt að samræma þær reglur sem þar er að finna um fjölmiðla.“ Katrín minnir á að prentlögin séu frá árinu 1956 og því nauðsyn á að endurskoða þau. Grundvallarbreyting hafi orðið á Evróputilskipun um fjölmiðla í lok síðasta árs og gildandi lög hér á landi séu um margt úrelt. Skilgreiningar í þeim séu of þröngar og ekki tekið á tækninýjungum. Í gildandi prentlögum sé til dæmis ekki minnst á netið „og ef við reiknum með því að það sé ekki bóla þá er ágætt að fara að koma því í lög“. Meðal þess sem er til skoðunar er ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum. Ráðherra segir að þar sé byggt á vinnu sem fyrir liggur. Þar verði skýrsla þverpólitískrar nefndar frá árinu 2005, sem skoðaði eignarhald fjölmiðla, höfð til hliðsjónar. Þá þurfi að skoða breytingu á gildissviði nokkurra annarra laga, til dæmis hvað snertir höfundarrétt. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherra út í frumvarpið á Alþingi. Hann sagði við það tækifæri að hann vonaðist eftir því að hægt væri að ræða þessi mál án sleggjudóma eða tenginga við einhverjar persónur. Gagnsæi væri ákaflega mikilvægt og þar væri ríkisfjölmiðillinn ekki undanskilinn. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira