ESB og evra besti kosturinn að mati sérfræðinga OECD 3. september 2009 03:45 Fulltrúar OECD, David Carey (til hægri) og Robert Ford, kynntu helstu niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál Íslands á fundi með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í gær.Fréttablaðið/gva Efnahagsmál Eini góði kosturinn sem Ísland hefur um að velja til að koma á stöðugleika í efnahagslífinu hér á landi í framtíðinni er að ganga í Evrópusambandið (ESB) og taka upp evruna. Þetta er ein af niðurstöðum nýrrar efnahagsskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kynnt var í fjármálaráðuneytinu í gær. „Til lengri tíma litið verður staða Íslands best innan Evrópusambandsins,“ segir Robert Ford, aðstoðarsviðsstjóri landrannsókna á hagfræðideild OECD. Hann segir Ísland hafa þrjá kosti til að koma á stöðugleika. Sísti kosturinn sé að taka upp fastgengisstefnu á ný, sem OECD telji óráðlegt. Besti kosturinn sé að Ísland gangi í ESB og stefni að því að taka upp evruna. Sé hvorugt af þessu talið fýsilegt gæti eina lausnin verið sú að halda áfram með fljótandi gengi krónu og verðbólgumarkmið, eins og reynd hafa verið hér á landi frá árinu 2001, sagði Ford. Þá leið verði hvort eð er að fara þar til Ísland fái að taka upp evruna. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé hins vegar alls ekki fýsileg. Spurður hvort hann telji það hlutverk OECD að taka afstöðu í pólitísku hitamáli á borð við ESB-aðild sagði Ford: „Spurningin um ESB-aðild er í megindráttum pólitísk, en ekki þó eingöngu. Við viljum gefa sem bestar ráðleggingar um hvernig megi bæta efnahag landsins, án þess að blanda okkur beint í pólitískar umræður. En við skiljum pólitísku vandkvæðin við þetta mál, og þegar allt kemur til alls geta þau orðið efnahagslegum forsendum sterkari.“ Nauðsynlegt er að viðhalda gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum Seðlabankans eins og staðan er, til að gengi krónunnar hrynji ekki frekar, segir Ford. Ólíklegt sé að hækka þurfi stýrivexti, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Hvorki gjaldeyrishöft né háir stýrivextir eru heppilegir til langframa, að mati OECD. Aflétta ætti höftunum og lækka vextina um leið og hægt er að gera það á öruggan hátt, sagði Ford. Erfitt sé að tímasetja það nákvæmlega, en mögulega geti verið eitt til tvö ár í það. Í skýrslu OECD er einnig fjallað um ástæður bankahrunsins. David Carey, hagfræðingur á sviði landrannsókna á hagfræðideild OECD, segir að í grundvallaratriðum hafi íslenskir bankar verið of áhættusæknir og of stórir. Líklega voru bankarnir þegar orðnir svo stórir árið 2005 að ómögulegt hefði verið fyrir ríkið að koma þeim til bjargar, sagði Carey. Þá hafi lánveitingar úr bönkunum til tengdra aðila aukið enn á vandann, sem og flókin eignatengsl, sem hafi gert eftirlitsstofnunum erfitt fyrir með að hafa eftirlit með bankanum. Ford segir íslensk stjórnvöld meðvituð um þær aðgerðir sem grípa þurfi til. Augljóslega þurfi að hækka skatta, til dæmis með því að láta skattalækkanir undanfarinna ára ganga til baka. Einnig verði að skera niður ríkisútgjöld. brjann@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Efnahagsmál Eini góði kosturinn sem Ísland hefur um að velja til að koma á stöðugleika í efnahagslífinu hér á landi í framtíðinni er að ganga í Evrópusambandið (ESB) og taka upp evruna. Þetta er ein af niðurstöðum nýrrar efnahagsskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kynnt var í fjármálaráðuneytinu í gær. „Til lengri tíma litið verður staða Íslands best innan Evrópusambandsins,“ segir Robert Ford, aðstoðarsviðsstjóri landrannsókna á hagfræðideild OECD. Hann segir Ísland hafa þrjá kosti til að koma á stöðugleika. Sísti kosturinn sé að taka upp fastgengisstefnu á ný, sem OECD telji óráðlegt. Besti kosturinn sé að Ísland gangi í ESB og stefni að því að taka upp evruna. Sé hvorugt af þessu talið fýsilegt gæti eina lausnin verið sú að halda áfram með fljótandi gengi krónu og verðbólgumarkmið, eins og reynd hafa verið hér á landi frá árinu 2001, sagði Ford. Þá leið verði hvort eð er að fara þar til Ísland fái að taka upp evruna. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé hins vegar alls ekki fýsileg. Spurður hvort hann telji það hlutverk OECD að taka afstöðu í pólitísku hitamáli á borð við ESB-aðild sagði Ford: „Spurningin um ESB-aðild er í megindráttum pólitísk, en ekki þó eingöngu. Við viljum gefa sem bestar ráðleggingar um hvernig megi bæta efnahag landsins, án þess að blanda okkur beint í pólitískar umræður. En við skiljum pólitísku vandkvæðin við þetta mál, og þegar allt kemur til alls geta þau orðið efnahagslegum forsendum sterkari.“ Nauðsynlegt er að viðhalda gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum Seðlabankans eins og staðan er, til að gengi krónunnar hrynji ekki frekar, segir Ford. Ólíklegt sé að hækka þurfi stýrivexti, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Hvorki gjaldeyrishöft né háir stýrivextir eru heppilegir til langframa, að mati OECD. Aflétta ætti höftunum og lækka vextina um leið og hægt er að gera það á öruggan hátt, sagði Ford. Erfitt sé að tímasetja það nákvæmlega, en mögulega geti verið eitt til tvö ár í það. Í skýrslu OECD er einnig fjallað um ástæður bankahrunsins. David Carey, hagfræðingur á sviði landrannsókna á hagfræðideild OECD, segir að í grundvallaratriðum hafi íslenskir bankar verið of áhættusæknir og of stórir. Líklega voru bankarnir þegar orðnir svo stórir árið 2005 að ómögulegt hefði verið fyrir ríkið að koma þeim til bjargar, sagði Carey. Þá hafi lánveitingar úr bönkunum til tengdra aðila aukið enn á vandann, sem og flókin eignatengsl, sem hafi gert eftirlitsstofnunum erfitt fyrir með að hafa eftirlit með bankanum. Ford segir íslensk stjórnvöld meðvituð um þær aðgerðir sem grípa þurfi til. Augljóslega þurfi að hækka skatta, til dæmis með því að láta skattalækkanir undanfarinna ára ganga til baka. Einnig verði að skera niður ríkisútgjöld. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira