Ísafjarðarleiðin að styttast um 72 kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2009 12:09 Mynd/Vegagerðin Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflann á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. Kristján Möller samgönguráðherra klippir nú klukkan tvö á borðann á þessari tignarlegu stálbogabrú en athöfnin markar einhver mestu þáttaskil í samgöngumálum Vestfirðinga. Vígsluathöfnin verður á sjálfri brúnni og er gestum bent á að koma að henni að vestanverðu, Hrúteyjarmegin. Eftir athöfnina verður boðið upp á veitingar í Reykjanesi. Með opnun brúarinnar losna menn við mjóan og holóttan malarveg fyrir Mjóafjörð og fjallveginn yfir Eyrarfjall, sem jafnan lokast í fyrstu snjóum á haustin. Í staðinn kemur breiður malbikaður vegur yfir Mjóafjörð, Vatnsfjarðarháls og Reykjarfjörð framhjá Reykjanesskóla um leið og vetrarleiðin styttist um 32 kílómetra. Þeir sem aka oft um Djúpveg bíða ekki síður spenntir eftir nýja veginum um Arnkötludal, milli Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar. Verktakinn, Ingileifur Jónsson, sagði í samtali við fréttastofuna í morgun að byrjað yrði að leggja klæðningu á þennan 25 kílómetra veg á mánudag. Hann er afar varkár um hvenær hægt verður að hleypa umferð á veginn en segir þó fátt geta komið í veg fyrir að það verði fyrir mánaðamót. Lagning bundna slitlagsins ræðst af veðri. Svo fremi sem ekki bresti á með snjókomu og kulda ætti klæðning vegarins að klárast á næstu 2-3 vikum. Með Arnkötludalsvegi verða jafnvel stærri tímamót því vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur styttist um 40 kílómetra og þá einnig leiðin til Ísafjarðar, til viðbótar við þá 32ja kílómetra styttingu sem fæst með Mjóafjarðarbrúnni í dag. Vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar er þannig að styttast nú á haustdögum um 72 kílómetra og færist væntanlega af Holtavörðuheiði og Hrútafirði og yfir á Dalasýslu. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira
Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflann á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. Kristján Möller samgönguráðherra klippir nú klukkan tvö á borðann á þessari tignarlegu stálbogabrú en athöfnin markar einhver mestu þáttaskil í samgöngumálum Vestfirðinga. Vígsluathöfnin verður á sjálfri brúnni og er gestum bent á að koma að henni að vestanverðu, Hrúteyjarmegin. Eftir athöfnina verður boðið upp á veitingar í Reykjanesi. Með opnun brúarinnar losna menn við mjóan og holóttan malarveg fyrir Mjóafjörð og fjallveginn yfir Eyrarfjall, sem jafnan lokast í fyrstu snjóum á haustin. Í staðinn kemur breiður malbikaður vegur yfir Mjóafjörð, Vatnsfjarðarháls og Reykjarfjörð framhjá Reykjanesskóla um leið og vetrarleiðin styttist um 32 kílómetra. Þeir sem aka oft um Djúpveg bíða ekki síður spenntir eftir nýja veginum um Arnkötludal, milli Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar. Verktakinn, Ingileifur Jónsson, sagði í samtali við fréttastofuna í morgun að byrjað yrði að leggja klæðningu á þennan 25 kílómetra veg á mánudag. Hann er afar varkár um hvenær hægt verður að hleypa umferð á veginn en segir þó fátt geta komið í veg fyrir að það verði fyrir mánaðamót. Lagning bundna slitlagsins ræðst af veðri. Svo fremi sem ekki bresti á með snjókomu og kulda ætti klæðning vegarins að klárast á næstu 2-3 vikum. Með Arnkötludalsvegi verða jafnvel stærri tímamót því vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur styttist um 40 kílómetra og þá einnig leiðin til Ísafjarðar, til viðbótar við þá 32ja kílómetra styttingu sem fæst með Mjóafjarðarbrúnni í dag. Vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar er þannig að styttast nú á haustdögum um 72 kílómetra og færist væntanlega af Holtavörðuheiði og Hrútafirði og yfir á Dalasýslu.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira