Ísafjarðarleiðin að styttast um 72 kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2009 12:09 Mynd/Vegagerðin Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflann á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. Kristján Möller samgönguráðherra klippir nú klukkan tvö á borðann á þessari tignarlegu stálbogabrú en athöfnin markar einhver mestu þáttaskil í samgöngumálum Vestfirðinga. Vígsluathöfnin verður á sjálfri brúnni og er gestum bent á að koma að henni að vestanverðu, Hrúteyjarmegin. Eftir athöfnina verður boðið upp á veitingar í Reykjanesi. Með opnun brúarinnar losna menn við mjóan og holóttan malarveg fyrir Mjóafjörð og fjallveginn yfir Eyrarfjall, sem jafnan lokast í fyrstu snjóum á haustin. Í staðinn kemur breiður malbikaður vegur yfir Mjóafjörð, Vatnsfjarðarháls og Reykjarfjörð framhjá Reykjanesskóla um leið og vetrarleiðin styttist um 32 kílómetra. Þeir sem aka oft um Djúpveg bíða ekki síður spenntir eftir nýja veginum um Arnkötludal, milli Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar. Verktakinn, Ingileifur Jónsson, sagði í samtali við fréttastofuna í morgun að byrjað yrði að leggja klæðningu á þennan 25 kílómetra veg á mánudag. Hann er afar varkár um hvenær hægt verður að hleypa umferð á veginn en segir þó fátt geta komið í veg fyrir að það verði fyrir mánaðamót. Lagning bundna slitlagsins ræðst af veðri. Svo fremi sem ekki bresti á með snjókomu og kulda ætti klæðning vegarins að klárast á næstu 2-3 vikum. Með Arnkötludalsvegi verða jafnvel stærri tímamót því vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur styttist um 40 kílómetra og þá einnig leiðin til Ísafjarðar, til viðbótar við þá 32ja kílómetra styttingu sem fæst með Mjóafjarðarbrúnni í dag. Vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar er þannig að styttast nú á haustdögum um 72 kílómetra og færist væntanlega af Holtavörðuheiði og Hrútafirði og yfir á Dalasýslu. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflann á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. Kristján Möller samgönguráðherra klippir nú klukkan tvö á borðann á þessari tignarlegu stálbogabrú en athöfnin markar einhver mestu þáttaskil í samgöngumálum Vestfirðinga. Vígsluathöfnin verður á sjálfri brúnni og er gestum bent á að koma að henni að vestanverðu, Hrúteyjarmegin. Eftir athöfnina verður boðið upp á veitingar í Reykjanesi. Með opnun brúarinnar losna menn við mjóan og holóttan malarveg fyrir Mjóafjörð og fjallveginn yfir Eyrarfjall, sem jafnan lokast í fyrstu snjóum á haustin. Í staðinn kemur breiður malbikaður vegur yfir Mjóafjörð, Vatnsfjarðarháls og Reykjarfjörð framhjá Reykjanesskóla um leið og vetrarleiðin styttist um 32 kílómetra. Þeir sem aka oft um Djúpveg bíða ekki síður spenntir eftir nýja veginum um Arnkötludal, milli Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar. Verktakinn, Ingileifur Jónsson, sagði í samtali við fréttastofuna í morgun að byrjað yrði að leggja klæðningu á þennan 25 kílómetra veg á mánudag. Hann er afar varkár um hvenær hægt verður að hleypa umferð á veginn en segir þó fátt geta komið í veg fyrir að það verði fyrir mánaðamót. Lagning bundna slitlagsins ræðst af veðri. Svo fremi sem ekki bresti á með snjókomu og kulda ætti klæðning vegarins að klárast á næstu 2-3 vikum. Með Arnkötludalsvegi verða jafnvel stærri tímamót því vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur styttist um 40 kílómetra og þá einnig leiðin til Ísafjarðar, til viðbótar við þá 32ja kílómetra styttingu sem fæst með Mjóafjarðarbrúnni í dag. Vetrarleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar er þannig að styttast nú á haustdögum um 72 kílómetra og færist væntanlega af Holtavörðuheiði og Hrútafirði og yfir á Dalasýslu.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira