Sögufrægt herskip fundið á botni Faxaflóa 3. september 2009 18:50 Staðfesting fékkst á því í dag að skipsflak á botni Faxaflóa, sem neðansjávarmyndir náðust af á mánudag, er sögufrægt bandarískt herskip, sem þýskur kafbátur sökkti í seinni heimstyrjöld. Gat eftir tundurskeyti sést greinilega á skipsskrokknum. 26 manns fórust en 187 björguðust þegar þýskur kafbátur skaut strandgæsluskipið Alexander Hamilton á kaf í janúarmánuði árið 1942. Í dag var staðfest að flak skipsins er fundið á 90 metra dýpi í miðjum Faxaflóa. Þessi niðurstaða fékkst þegar neðansjávarmyndir af skipsskrúfunum voru bornar saman við gögn sem bárust frá bandarísku strandgæslunni í dag. Neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar og fjarstýrður kafbátur Hafmyndar Gavia voru notuð til að mynda flakið í leiðangri Landhelgisgæslunnar á mánudag. Starfsmenn Gæslunnar hafa síðan rannsakað myndirnar og meðal annars fundið þetta gat, sem þeir telja að sé eftir þýska tundurskeytið sem grandaði herskipinu, sem reyndist sögulegur atburður í stríðsátökunum.Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að Alexander Hamilton sé líkast til fyrsta skip sem Bandaríkjamenn missa eftir árásina á Pearl Harbour, þegar þeir ákváðu að blanda sér af fullum þunga í seinni heimstyrjöldina. Þetta sé því býsna merkilegur fundur. Þótt lengi hafi verið vitað af þessu skipi og að því hafi verið sökkt hafa menn ekki vitað fyrr en nú hvar það liggur.Það var áhöfn nýju flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sem sá olíuleka á bletti á Faxaflóa, sem Georg segir stórmerkilegt mál. Þótt olíulekinn væri lítill tókst að greina hann með tækjum Gæsluvélarinnar í júlíbyrjun en sjómælingabáturinn Baldur staðfesti síðar að þarna væri skipsflak.Á myndunum má meðal annars sjá fallbyssur skipsins en fjölskrúðugt fiskalíf við skipið hefur ekki síður vakið athygli Gæslumanna. Áformað er að kanna betur olíulekann og segir Georg að Umhverfisstofnun muni væntanlega skoða hvort það sé alvarlegt mál eða ekki. Líklegast sé þetta þó lítill leki sem hafi verið lengi. Það sé engu að síður mjög gagnlegt að fá þessar upplýsingar um lekann og einnig um flakið sem þarna liggur á hafsbotni. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Staðfesting fékkst á því í dag að skipsflak á botni Faxaflóa, sem neðansjávarmyndir náðust af á mánudag, er sögufrægt bandarískt herskip, sem þýskur kafbátur sökkti í seinni heimstyrjöld. Gat eftir tundurskeyti sést greinilega á skipsskrokknum. 26 manns fórust en 187 björguðust þegar þýskur kafbátur skaut strandgæsluskipið Alexander Hamilton á kaf í janúarmánuði árið 1942. Í dag var staðfest að flak skipsins er fundið á 90 metra dýpi í miðjum Faxaflóa. Þessi niðurstaða fékkst þegar neðansjávarmyndir af skipsskrúfunum voru bornar saman við gögn sem bárust frá bandarísku strandgæslunni í dag. Neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar og fjarstýrður kafbátur Hafmyndar Gavia voru notuð til að mynda flakið í leiðangri Landhelgisgæslunnar á mánudag. Starfsmenn Gæslunnar hafa síðan rannsakað myndirnar og meðal annars fundið þetta gat, sem þeir telja að sé eftir þýska tundurskeytið sem grandaði herskipinu, sem reyndist sögulegur atburður í stríðsátökunum.Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að Alexander Hamilton sé líkast til fyrsta skip sem Bandaríkjamenn missa eftir árásina á Pearl Harbour, þegar þeir ákváðu að blanda sér af fullum þunga í seinni heimstyrjöldina. Þetta sé því býsna merkilegur fundur. Þótt lengi hafi verið vitað af þessu skipi og að því hafi verið sökkt hafa menn ekki vitað fyrr en nú hvar það liggur.Það var áhöfn nýju flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sem sá olíuleka á bletti á Faxaflóa, sem Georg segir stórmerkilegt mál. Þótt olíulekinn væri lítill tókst að greina hann með tækjum Gæsluvélarinnar í júlíbyrjun en sjómælingabáturinn Baldur staðfesti síðar að þarna væri skipsflak.Á myndunum má meðal annars sjá fallbyssur skipsins en fjölskrúðugt fiskalíf við skipið hefur ekki síður vakið athygli Gæslumanna. Áformað er að kanna betur olíulekann og segir Georg að Umhverfisstofnun muni væntanlega skoða hvort það sé alvarlegt mál eða ekki. Líklegast sé þetta þó lítill leki sem hafi verið lengi. Það sé engu að síður mjög gagnlegt að fá þessar upplýsingar um lekann og einnig um flakið sem þarna liggur á hafsbotni.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira