Innlent

Ljósin slökkt í Reykjanesbæ

Bergið í Reykjanesbæ verður væntanlega myrkvað á laugardaginn.
Bergið í Reykjanesbæ verður væntanlega myrkvað á laugardaginn.

Reykjanesbær tekur þátt í alheimsátakinu Vote Earth í samvinnu við vinabæ sinn Orlando á morgun, laugardaginn 28. mars með því að slökkva öll götuljós í bænum í samvinnu við HS orku en um leið eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í kosningunni með því að slökkva ljósin á sama tíma kl. 20:30 í eina klukkustund.

Í tilkynningu frá bænum segir að á síðasta ári hafi um 50 milljónir manna í 35 löndum tekið þátt í kosningunni. Í ár er stefnt er að því að þátttakendur verði einn milljarður í þúsund borgum. Allar upplýsingar um kosninguna má finna á earthhour.org og þar er jafnframt hægt að skrá þátttöku. Þá hefur verið stofnaður hópur á facebook um verkefnið svo auðveldlega er hægt að hvetja sem flesta til þess að taka þátt í kosningunni.

„Fyrirtæki og stofnanir eru jafnframt hvött til þess að taka þátt og þau beðin um að slökkva t.d. á lýsingu utandyra, skiltum og jafnvel ljós á veitingastöðum í þessa einu klukkustund. Kosningin er áminning og áskorun til allra jarðarbúa að hugsa um orkunotkun sína alla daga og hvernig megi draga úr henni til framtíðar. Reykjanesbær skorar á sem flesta að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að sporna við hlýnun jarðar," segir einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×