Innlent

Tvær bílveltur í skíðaskálabrekkunni

Tvær bílveltur urðu með stuttu millibili í Skíðaskálabrekkunni um kvöldmatarleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi runnu bílarnir út af veginum í hálku og fóru á hliðina. Engin slys urðu á fólki.

Tveir bílar höfnuðu utanvegar í umdæmi lögreglu á Akureyri



Þá fóru tvær bifreiðar út af veginum með níu mínútna millibili í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Um hálfsexleytið fór bíll út af á Leiruvegi Sitthvoru megin við veginn er sjór en lögreglan segir að sem betur fer hafi verið fjara og því hefði getað farið verr. Tvennt var í bifreiðinni sem slapp ómeitt.

Einnig fór jeppi út af Ólafsfjarðarvegi, en hann endaði á hjólunum. Kona sem ók jeppanum var flutt á sjúkrahús en hún kvartaði um eymsli í baki. Lögreglan segir að bæði atvikin megi rekja til hálku.

Þá tók lögreglan á Akureyri einn ökumann grunaðan um vímuefnaakstur um hálfsjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×