Vill fá peningana en ekki jólahlaðborðið 24. nóvember 2009 06:00 Heiðrún Ólafsdóttir Vill fá peningana sem kostar að bjóða henni með maka í jólahlaðborð og nota þá á skynsamlegri hátt.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira