Vill fá peningana en ekki jólahlaðborðið 24. nóvember 2009 06:00 Heiðrún Ólafsdóttir Vill fá peningana sem kostar að bjóða henni með maka í jólahlaðborð og nota þá á skynsamlegri hátt.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
„Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira