Innlent

Sektaður fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára gamalli stúlku. Maðurinn var 19 ára þegar fyrstu brotin áttu sér stað. Hann hafði samræði við stúlkuna sex sinnum á árunum 1994 og 1995.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að stúlkan, sem nú er á þrítugsaldri, hefur undanfarin ár þjáðst af djúpum og lamandi þunglyndisköstum sem erfitt hafi reynst að ráða við með lyfjum. Jafnframt hafi hún verið lögð inn á geðdeild vegna þunglyndis og sjálfsvíghugsana.

Við ákvörðun um refsingu tók héraðsdómur af þeim lögum sem í gildu voru þegar brotin voru framin og hversu langt er síðan þau áttu sér stað. Frá þeim tíma hafi maðurinn til að mynda stofnað fjölskyldu og eignast tvö börn. Með hliðsjón af því var dómurinn skilorðsbundinn.

Farið var fram á maðurinn greiddi fórnarlambi sínu tvær milljónir í skaðabætur en dómnum þótti 800 þúsund krónur hæfilegar í bætur. Honum var einnig gert að greiða rúmlega 640 þúsund krónur í sakarkostnað, málsvarnarlaun verjanda og þóknun réttargæslumanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×