Innlent

Kampavínsmálið: Menntamálaráðherra fundaði með KSÍ

Sólveig Bergmann skrifar

Fjármálastjóri KSÍ á strípibúllu, með kreditkort sambandins á lofti, skilur eftir blett segir menntmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Hún fundaði með yfirstjórn Íþróttahreyfingarinnar í dag.

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að ekkert yrði aðhafst í máli Pálma Jónssonar, fjármálastjóra félagsins, vegna eyðslu hans upp á um 3 milljónir króna á þáverandi gengi á nektarstað í Sviss árið 2005. Greitt var fyrir næturskemmtunina með kreditkorti í eigu KSÍ.

Menntamálaráðherra, sem einnig er ráðherra íþróttamála, kallaði eftir útskýringum á málinu og fundaði með formanni og framkvæmdastjóra Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í dag.

Þar var málið útskýrt og beðist velvirðingar á því. Menntamálaráðherra tekur þeirri afsökunarbeiðni en segir málið ævarandi blett á starfsemi KSÍ.

Kvennahreyfingin fordæmir málalyktirnar og bendir á að Íþróttahreyfingin gefi sig út fyrir að vera fyrirmynd fyrir æsku landsins og haldi uppi kröftugu forvarnarstarfi, og þiggi vegna þess miklar fjárhæðir frá hinu opinbera. Hún krefst þess að stjórn KSÍ víki eftir að upp komst um það sem kallað er vítavert framferði fjármálastjórans og máttleysisleg viðbrögð stjórnarinnar í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×