Erlent

Pólland bíður eftir evrunum

Afar ólíklegt þykir að Donald Tusk takist að ganga í myntbandalag Evrópu og skipta út zloty-inu fyrir evrur innan þriggja ára. Markaðurinn/AFP
Afar ólíklegt þykir að Donald Tusk takist að ganga í myntbandalag Evrópu og skipta út zloty-inu fyrir evrur innan þriggja ára. Markaðurinn/AFP

Ríkisstjórn Póllands hefur samþykkt varaáætlun í evruvæðingu landsins.

Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að landið uppfylli ekki grundvallarskilyrði til þátttöku í gjaldmiðilssamstarfinu ERM-2 sem er nauðsynlegt fyrir upptökuna.

Fyrri áætlun frá í fyrrahaust fól í sér að zloty-inu yrði skipt út fyrir nýjan gjaldmiðil eftir þrjú ár.

Reuters-fréttastofan bendir á að þrátt fyrir þetta hafi ríkisstjórn Donald Tusk forsætisráðherra lýst yfir vilja til að gera sitt besta og ná fyrsta skrefi í átt að gjaldmiðlasamstarfi á fyrri helmingi ársins þótt flestir hagfræðinga telji það afar ólíklegt. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×