Íslenski boltinn

Magnús Már aftur í Þrótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Már Lúðvíksson fagnar marki í leik með Þrótti í fyrra.
Magnús Már Lúðvíksson fagnar marki í leik með Þrótti í fyrra. Mynd/Valli

Magnús Már Lúðvíksson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Þrótt eftir stutta dvöl í uppeldisfélagi sínu, KR.

Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag. Magnús Már lék alla leiki Þróttar í efstu deild í fyrra en ákvað að skipta yfir í KR nú í vetur.

Hann var ekki í leikmannahópi KR í fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni, gegn Fjölni, en var varamaður í leiknum gegn Grindavík í gær.

KR og Þróttur mætast einmitt á sunnudaginn kemur á KR-vellinum og ekki ólíklegt að Magnús Már komi við sögu í þeim leik en þá í búningi Þróttara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×