Lífið

Eurobandið verðlaunað

Regína Ósk og Friðrik Ómar tóku við verðlaununum úr hendi Matthíasar Peterman, framkvæmdastjóra ESC Radio.
Regína Ósk og Friðrik Ómar tóku við verðlaununum úr hendi Matthíasar Peterman, framkvæmdastjóra ESC Radio.
Friðrik Ómar og Regína Ósk voru heiðruð fyrir hönd Euro­bandsins í sannkallaðri Euro­vision-veislu sem haldin var í München á laugardaginn. Þessi árlega árshátíð Euro­vision-nörda stóð yfir í heilan dag og var haldin í glæsilegum salarkynnum Wirtshaus zum Isartal. Fólk alls staðar að úr Evrópu mætti til að berja Euro­vision-stjörnurnar augum en yfir tvö hundruð manns fylltu salinn.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir jól var tvíeykið tilnefnt til sjö verðlauna hjá aðdáendavefsíðu Eurovisionkeppninnar og fór síður en svo tómhent heim. Var meðal annars valin besta hljómsveitin í síðustu Eurovisionkeppni. Og fengu verðlaunagrip því til staðfestingar frá framkvæmdastjóra ESC Radio, Matthiasi Petermann. En ESC Radio er útvarpsstöð sem er alfarið tileinkuð þessari vinsælu en umdeildu lagakeppni.

Eurobandið var augljóslega hugsað sem stjarna kvöldsins því sjálf Sandra Kim hitaði upp fyrir íslensku tónlistarmennina sem stigu síðust á svið. Regína lét óléttuna ekki aftra sér heldur söng tvíeykið vinsæl Eurovisionlög á borð við My Number One, Wild Dances og Eurovisionslagarann A-Ba-Ni-Bi. Að sjálfsögðu fékk svo íslenska framlagið, This is my Life, að fljóta með við mikinn fögnuð viðstaddra enda naut lagið mikilla vinsælda meðal evrópskra Eurovisionspekinga. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.