Fótbolti

Jean-Pierre Papin snýr aftur

Jean-Pierre Papin
Jean-Pierre Papin AFP

Franski markahrókurinn Jean-Pierre Papin hefur ákveðið að taka knattspyrnuskó sína niður af hillunni og spila með franska neðrideildaliðinu AS Facture-Biganos Boiens.

Það var þjálfari liðsins sem tilkynnti þetta í dag, en Papin er 45 ára gamall og því má ætla að hinn smái en knái framherji sé kominn af léttasta skeiði.

Papin skoraði á sínum tíma 30 mörk í 54 landsleikjum og var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu.

Hann er þekktastur fyrir að hafa spilað með Marseille, Bayern Munchen og AC Milan, en hefur líka þjálfað Racing Strasbourg og Lens.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×