Fótbolti

Nítján fengu rautt spjald í áflogaleik á Spáni

NordicPhotos/GettyImages

Leik Recreativo Linense og Saladillo de Algeciras var hætt á 54. mínútu eftir að slagsmál brutust út milli leikmanna.

Lið þessi leika í einni af neðri deildum Spánar og brugðust leikmenn illa við þegar leikmanni Recreativo var vísað af leikvelli í síðari hálfleik.

Svo mikil voru lætin að áhorfendur blönduðust í slagsmálin og dómarinn sá sér ekki annað fært en að blása leikinn af.

Þegar loks tókst að koma ólátabelgjunum til búningsherbergja, fór dómarinn þangað og veifaði rauða spjaldinu framan í níu leikmenn úr hvoru liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×