Innlent

Útskrifast af gjörgæslu í dag

Frá vettvangi
Frá vettvangi

Llíðan konunnar sem slasaðist við Skessuhorn í gær er sögð góð eftir atvikum. Hún útskrifast frá gjörgæsludeild í dag og fer á aðra deild. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um klukkan tíu í gærkvöld.

Hún var borin niður fjallið og komið í snjóbíl sem flutti hana að þyrlunni. Í kringum hundrað og tuttugu björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðunum sem hófust um tvö leytið í gær, en síðustu björgunarsveitamenn skiluðu sér til byggða um miðnætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×