Fótbolti

Vill Benítez fá legkökulækninn í fullt starf hjá Liverpool?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordicphotos/GettyImages
Rafael Benítez ku vera svo hrifinn af störfum Dr. Marijönu Kovacevic, að hann vill fá hana til Liverpool í fullt starf. Þetta kemur fram í Daily Mail í morgun.

Kovacevic hefur undanfarið vakið verðskuldaða athygli fyrir lækningarmátt sinn með legkökum.

Hefur meðferðin virkað vel, meðal annars á leikmenn Liverpool. Til stóð að Alberto Aquilani færi þangað í vikunni en flugi hans var aflýst vegna veðurs.

Albert Riera, Glen Johnson, Fabio Aurelio og Yossi Benayoun hafa allir farið í meðferð til hennar en ferðalagið til Belgrad er langt og ku Benítez vonast eftir að komast í forgangsmeðferð sem þýddi að hún færi til Englands.

Læknirinn ku vera með tilboð frá CFR Cluj í Rúmeníu með launapakka upp á 190 þúsund pund á ári.

Kovacevic notast við legkökuvökva úr hestum, þó svo að sumir haldi því fram að hann komi líka úr mönnum, og notar einnig rafstrauma til að vinna bót á meinum. Vísir vonar að hún eldi jólasteikina á annan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×