Fótbolti

Milan er eins og tökustaður í Hollywood

NordicPhotos/GettyImages

Uli Hoeness framkvæmdastjóri Bayern Munchen er lítt hrifinn af fárinu sem var í kring um David Beckham þegar hann æfði með AC Milan á keppnisferð í Dubai á dögunum.

Bayern og Milan deildu æfingasvæði á ferð sinni um Dubai og eitthvað hefur Þjóðverjanum misboðið sirkusinn í kring um stórstjörnuna Beckham í túrnum.

"Við vorum þarna til að spila knattspyrnu en þeir virðast hafa haldið að þeir ahfi verið á tökustað fyrir Hollywoodmynd," sagði Hoeness um lætin í kring um Beckham.

"Mitt hlutverk er að reka knattspyrnufélag en ekki að gæta þess að Victoria Beckham fái bestu svítuna á Hótelinu sem hún gistir á. Ég skil ekki af hverju Milan gengur að þessu," var haft eftir Hoeness í Sun í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×