Lífið

Fastagestir í fermingarkyrtlum á menningarhátíð

Menningarhátíð Grand rokk verður sett á morgun, fimmtudag, og að venju er boðið upp á ýmsar uppákomur fram á næsta sunnudagskvöld. Meðal óvenjulegra atriða í ár er ljósmyndasýning Magdalenu Hermannsóttur á fastagestum staðarins í fermingarkyrtlum.

Alls taka hátt í 40 af fastagestum Grand rokk þátt í þessari sýningu og klæðast þeir allir hvítum kyrtlum fyrir framan myndavélina. Segja kunnugur að það sé með ólíkindum hve saklausir margir þeirra líta út.

Annars verður menningarhátíðin í ár með hefðbundnu sniði. Lifandi myndlist, söngur, leikrit, tónleikar og uppboð verða á sínum stað.

Og þar sem kreppa ríður röftum í þjóðfélaginu verður daglegu grilli skipt úr fyrir súpueldhús sem rekið verður nær alla daga gestum og gangandi að kostnaðarlausu sem og öll hátíðin er.

Einn helsti menningarviðburðurinn verður frumsýning Peðsins, leikhóps Grand rokk, á einþáttungi Samuels Beckett „Komið og farið". Þetta verk Beckett var þýtt af Árna Ibsen á sínum tíma en ekki er vitað til að það hafi verið flutt opinberlega áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.