Innlent

Evrópusamtökin ósátt með Rúv

Evrópusamtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að hafa ekki fréttaritara staðsettan í Brussel í komandi aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Í ljósi þröngs fjárhags hefur Ríkisútvarpið hætt við áform sín um að hafa fréttamann staðsettan í Brussel í tengslum við aðildarumsóknina.

„Upplýsingar eru lykilatriði í íslensku samfélagi, sérstaklega á tímum sem þessum. Evrópusamtökin telja það algerlega nauðsynlegt að íslenskum almenningi verði gert kleift að fylgjast með framvindu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Upplýsingar sem skipta máli fyrir þjóðina, mega og eiga ekki að vera „útvalin vara" fyrir fáa aðila," segir í opnu bréfi Evrópusamtakanna til Rúv.

Samtökin skora á Ríkisútvarpið að endurskoða ákvörðun sína, þar sem það sé rekið samkvæmt hugmyndinni um útvarp í þágu almennings. Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í þágu lýðræðis og opinnar umræðu hér á landi. Slíkt hafi ef til vill aldrei verið mikilvægara í íslensku samfélagi en einmitt nú.


Tengdar fréttir

Enginn fréttaritari í Brussel

Ríkisútvarpið hefur hætt við áform sín um að hafa fréttamann staðsettan í Brussel í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun var tekin í ljósi þröngs fjárhags Rúv. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, sem vildi vita hver heildarkostnaður Ríkisútvarpsins yrði við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×