Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla 20. október 2009 06:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðuneytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Lögunum yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögregluyfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haustþingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor," segir ráðherra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brotum sérstaklega. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðuneytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Lögunum yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögregluyfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haustþingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor," segir ráðherra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brotum sérstaklega.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira