Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla 20. október 2009 06:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðuneytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Lögunum yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögregluyfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haustþingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor," segir ráðherra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brotum sérstaklega. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðuneytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Lögunum yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögregluyfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haustþingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor," segir ráðherra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brotum sérstaklega.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira