Fjórir Íslendingar handteknir í mansalsmálinu 20. október 2009 18:00 Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum nú síðdegis. Þá segir að húsleitirnar hafi verið gerðar á heimilum, í fyrirtækjum og í annars konar húsnæði en þær aðgerðir standa enn yfir. „Í aðgerðunum hefur lögregla lagt hald á bókhaldsgögn, skjöl og ýmsa muni til frekari rannsóknar. Ekki er útilokað að um frekari handtökur og húsleitir verði að ræða. Hinir handteknu, 3 karlmenn og 1 kona, verða yfirheyrðir en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar lögreglumanna frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglustjóranum í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjóranum" segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16. október 2009 11:13 Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19. október 2009 11:53 Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15. október 2009 12:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum nú síðdegis. Þá segir að húsleitirnar hafi verið gerðar á heimilum, í fyrirtækjum og í annars konar húsnæði en þær aðgerðir standa enn yfir. „Í aðgerðunum hefur lögregla lagt hald á bókhaldsgögn, skjöl og ýmsa muni til frekari rannsóknar. Ekki er útilokað að um frekari handtökur og húsleitir verði að ræða. Hinir handteknu, 3 karlmenn og 1 kona, verða yfirheyrðir en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar lögreglumanna frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglustjóranum í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjóranum" segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16. október 2009 11:13 Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19. október 2009 11:53 Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15. október 2009 12:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16. október 2009 11:13
Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19. október 2009 11:53
Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15. október 2009 12:44