Enski boltinn

Given kominn til Man City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given í sínum næstsíðasta leik með Newcastle, gegn Hull í enska bikarnum í síðasta mánuði.
Shay Given í sínum næstsíðasta leik með Newcastle, gegn Hull í enska bikarnum í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Shay Given samdi í dag við Manchester City til loka tímabilsins 2013 en hann hefur verið í herbúðum Newcastle síðan 1997.

Given er 32 ára gamall og gekkst undir læknisskoðun hjá Newcastle í dag. Hann spilaði því ekki með sínu gamla félagi sem gerði 1-1 jafntefli við Sunderland í dag.

Hann á að baki 461 leik með Newcastle á sínum tólf árum hjá félaginu.

„Ég er ánægður með að hafa fengið svo leikreyndan markvörð til félagsins," sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City.

„Ég hef sagt í langan tíma að við þurfum reyndan markvörð eins og Shay. Ég átti gott samtal við hann um hvað til hvers er ætlast af honum í framtíðinni. Það var ekki auðvelt að sannfæra hann um að félagið væri að stefna í rétta átt."

Talið er að Newcastle hafi farið fram á átta milljónir punda fyrir hann. Þá er einnig talið líklegt að hann fari beint í byrjunarliðið á kostnað Joe Hart sem hefur verið aðalmarkvörður City að undanförnu.

City hefur fengið þrjá leikmenn til sín í janúarmánuði auk Given - þá Wayne Bridge, Craig Bellamy og Nigel de Jong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×