Federer brast í grát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 14:12 Roger Federer réði ekki við tilfinningar sínar eftir tapið fyrir Nadal. Nordic Photos / Getty Images Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu. Erlendar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira
Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu.
Erlendar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira