Innlent

Handtekinn grunaður um íkveikju á Tryggvagötu

Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt í húsinu á Tryggvagötu 10 sem skemmdist mikið í eldi fyrr í dag. Að sögn lögreglu var hann handtekinn í nágrenninu og er rökstuddur grunur um að hann hafi komið að málum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er talið að málið tengist fjölskylduerjum en ein fjölskylda bjó í húsinu sem var mannlaust þegar eldurinn kom upp.


Tengdar fréttir

Eldurinn slökktur á Tryggvagötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Tryggvagötu 10 rétt eftir klukkan eitt. Sjónarvottar segja að um mikinn eld hafi að ræða og Kjartan Skaptason sem leigir aðstöðu í húsinu segist halda að kveikt hafi verið í. Mikill reykur kom út um glugga og dyr hússins og voru þrír slökkviliðsbílar á svæðinu.Eftir að slökkviliðið hóf slökkvistörf gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

Grunur um íkveikju á Tryggvagötu

Fjölskylda býr í húsinu við Tryggvagötu sem kviknaði í um hádegisbilið. Lögreglan hefur staðfest við fréttamann Stöðvar 2 sem er á staðnum að sterkur grunur sé um að kveikt hafi verið í húsinu. Talið er að málið tengist að einhverju leyti erjum hjá fjölskyldunni sem býr í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×