Fótbolti

Völlurinn lítur vel út en stelpurnar mega ekki æfa á honum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér sést völlurinn í Tampere í dag en ekkert má æfa á honum fram að fyrsta leik.
Hér sést völlurinn í Tampere í dag en ekkert má æfa á honum fram að fyrsta leik. Mynd/ÓskarÓ
Vallarstjórinn í Tampere er ekki tilbúinn að taka neina áhættu fyrir EM í Finnlandi en fyrsta leikdaginn fara fram tveir leikir á vellinum, fyrst leikur Norðmanna og Þjóðverja og strax á eftir hefst síðan leikur Íslands og Frakklands. Íslensku stelprunar mega því ekki æfa á vellinum daginn fyrir leik.

Þegar Vísir leit við á vellinum í kvöld þá voru menn á fullu að vökva hann og gera hann klárann fyrir Evrópumótið. Völlurinn er mjög skemmtilegur en hann var upphaflega byggður árið 1965 og rúmar 16.850 áhorfendur.

Íslenska liðið mun því leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Frakkaleikinn á æfingavelli sem er í miðju íbúaðarhvefi í um fimmtán mínútna fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×