Umfjöllun: Fjölnir sótti dýrmætt stig í Árbæinn 22. ágúst 2009 15:43 Úr leik Fylkis og Fjölnis frá síðasta tímabili. Mynd/Stefán Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti. Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu. En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark. Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu. Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann. Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag. Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.Fylkir - Fjölnir 2-2 1-0 Albert Brynjar Ingason (19.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.) 2-1 Einar Pétursson (84.) 2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 4-5 Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Theódór Óskarsson 3 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Albert Ingason 5 (82. Pape Mamadou Faye -) Jóhann Þórhallsson 5 (71. Kjartan Andri Baldvinsson -) Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 7 (88. Andri Valur Ívarsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 7 Ágúst Þór Gylfason 7 (88. Ólafur Páll Johnson -) Marinko Skaricic 6 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 7Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins Magnús Ingi Einarsson 6 Tómas Leifsson 5 (79. Olgeir Óskarsson -) Jónas Grani Garðarsson 7 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti. Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu. En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark. Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu. Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann. Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag. Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.Fylkir - Fjölnir 2-2 1-0 Albert Brynjar Ingason (19.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.) 2-1 Einar Pétursson (84.) 2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 4-5 Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Theódór Óskarsson 3 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Albert Ingason 5 (82. Pape Mamadou Faye -) Jóhann Þórhallsson 5 (71. Kjartan Andri Baldvinsson -) Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 7 (88. Andri Valur Ívarsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 7 Ágúst Þór Gylfason 7 (88. Ólafur Páll Johnson -) Marinko Skaricic 6 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 7Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins Magnús Ingi Einarsson 6 Tómas Leifsson 5 (79. Olgeir Óskarsson -) Jónas Grani Garðarsson 7 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira