Umfjöllun: Fjölnir sótti dýrmætt stig í Árbæinn 22. ágúst 2009 15:43 Úr leik Fylkis og Fjölnis frá síðasta tímabili. Mynd/Stefán Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti. Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu. En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark. Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu. Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann. Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag. Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.Fylkir - Fjölnir 2-2 1-0 Albert Brynjar Ingason (19.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.) 2-1 Einar Pétursson (84.) 2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 4-5 Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Theódór Óskarsson 3 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Albert Ingason 5 (82. Pape Mamadou Faye -) Jóhann Þórhallsson 5 (71. Kjartan Andri Baldvinsson -) Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 7 (88. Andri Valur Ívarsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 7 Ágúst Þór Gylfason 7 (88. Ólafur Páll Johnson -) Marinko Skaricic 6 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 7Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins Magnús Ingi Einarsson 6 Tómas Leifsson 5 (79. Olgeir Óskarsson -) Jónas Grani Garðarsson 7 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti. Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu. En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark. Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu. Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann. Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag. Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.Fylkir - Fjölnir 2-2 1-0 Albert Brynjar Ingason (19.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.) 2-1 Einar Pétursson (84.) 2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 4-5 Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Theódór Óskarsson 3 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Albert Ingason 5 (82. Pape Mamadou Faye -) Jóhann Þórhallsson 5 (71. Kjartan Andri Baldvinsson -) Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 7 (88. Andri Valur Ívarsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 7 Ágúst Þór Gylfason 7 (88. Ólafur Páll Johnson -) Marinko Skaricic 6 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 7Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins Magnús Ingi Einarsson 6 Tómas Leifsson 5 (79. Olgeir Óskarsson -) Jónas Grani Garðarsson 7 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira