Lífið

Law & Order stjarna á sjúkrahús

Mariska Hargitay segir að veikindi hennar muni engin áhrif hafa á framleiðslu Law & Order.
Mariska Hargitay segir að veikindi hennar muni engin áhrif hafa á framleiðslu Law & Order.
Emmy verðlaunahafinn Mariska Hargitay var lögð inn á spítala í dag. Hargitay er ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Law & Order: Special Victim´s Unit. Ástæða sjúkrahússinnlagnarinnar er óþægindi sem hún fann fyrir vegna samfallins lunga. Hún undirgengst nú rannsóknir vegna þess.

Hargitay hefur verið með verki frá því um miðjan janúar, en þá tilkynntu framleiðendur þátttanna að lunga hennar hefði fallið að hluta. Talskona leikkonunnar, Leslie Sloane, segir að hún búist við því að ná bata fljótlega og að veikindin hafi engin áhrif á framleiðslu þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.