Enski boltinn

Passið ykkur á Cahill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn.
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, segir að dómarar verði að hafa sérstakar gætur á Tim Cahill, leikmanni Everton.

Þessi lið mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Samkvæmt Allardyce kemst Cahill oft upp með brjóta af sér því dómarar taki ekki eftir því.

Hann segir það sérstaklega eiga við þegar að hann sé í baráttu um boltann í skallaeinvígum.

„Maður sér það oft að Cahill brýtur fyrst á manninum áður en hann fer í boltann en honum er afar sjaldan refsað fyrir það," sagði Allardyce.

„Allir leikmenn brjóta af sér en það er undir dómurunum komið að koma auga á brotin. Stundum sjá þeir ekki brotin þegar leikmenn sem eru jafn klókir og Cahill nota líkamann sinn til að brjóta á andstæðingnum."

„Þar með er ég ekki að segja að Cahill sé grófur leikmaður en hann notar þá kosti sem hann hefur mjög vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×