Innlent

Enn tveir í haldi á Selfossi

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur.

Enn eru tveir í haldi lögreglunnar af þeim sextán manns sem voru handteknir í viðamikilli aðgerð lögreglunnar á Selfossi i gær. Í aðgerðinni voru gerðar húsleitir á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi í gær.

Eins og fram kom í fréttum fyrr í morgun beinist rannsóknin að fíkniefnamálum, þjófnuðum og innbrotum, meðal annars í gróðurhús í Árnessýslu, þar sem gróðurhúsalömpum hefur verið stolið til kannabisræktunar.

Hinum fjórtán sem lögreglan handtók var sleppt eftir skýrslutökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×