Innlent

Vefþjónar Iceland Express hrundu vegna álags

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express.
Matthías Imsland forstjóri Iceland Express.

Iceland Express boðaði til rýmingarsölu á flugsætum í morgun sem stendur frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis. Í kjölfar þess hrundu allir vefþjónar fyrirtækisins vegna álags en unnið er að viðgerð.

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að álagið á vefinn sé það mesta í sögu félagsins auk þess sem allar línur séu rauðglóandi af fólki sem nær ekki að bóka og er hrætt um að ná ekki í ódýra miða. Skilaboðin eru hinsvegar þau að nóg sé af miðum á lægsta fargjaldi og það verði að reyna aftur síðar.

„Vinsamlega sýnið þolinmæði. Það hrundu allir vefþjónar okkar kl.11:55 í dag vegna mikil heimsóknafjölda. Búið er að koma tveim þeirra upp aftur og unnið er að koma þeim þriðja upp. Því getur verið að sumir fái enn skilaboð um að ekki náist samband við vefinn" segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×