Birkir Jón: Lofar ekki góðu ef ríkisstjórnin er klofin í ESB máli 5. maí 2009 10:23 Birkir Jón Jónsson. MYND/GVA Birkir Jón Jónsson. varaformaður Framsóknarflokksins segir það ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um Evrópumálin og ætli sér þess í stað að leggja spurninguna um hvort hefja eigi aðildarviðræður í dóm Alþingis eins og Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir. Hann segist hlynntur aðildarviðræðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Mér finnst þetta nú ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin ætlar að fara klofin af stað í máli sem þessu," segir Birkir. „Það veit örugglega ekki á gott með framhaldið. En við eigum eftir að sjá hvernig stjórnin kemur með málið inn í þingið og það er allt mjög óljóst í þessu. Ég ætla þessvegna að veita þessari ríkisstjórn svigrúm til athafna. En við hljótum samt að kalla eftir því að hún klári þennan stjórnarsáttmála þannig að það verði hægt að fara að ráðast í einhverjar raunverulegar aðgerðir. Það er mikil óþreyja í okkur framsóknarmönnum að þing komi saman og að menn fari að setjast yfir það verkefni að takast á við bráðavanda í efnahagsmálum þjóðarinnar." Þegar Birkir er spurður hvort einhugur sé á meðal framsóknarmanna um að hefja aðildarviðræður segir hann: „Stefna flokksins er skýr í þeim málum. En ef þetta fer svona kemur þetta væntanlega sem þingsályktunartillaga inn í þingið frá klofinni ríkisstjórn. Ég ætla mér því að bíða með að sjá hvernig þetta atvikast og hvernig orðalagið verður. Ég er hlynntur því að það verði farið í viðræður við Evrópusambandið, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, líkt og landsfundur okkar hefur samþykkt." sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir þingkona framsóknar tekur í svipaðan streng og varaformaðurinn. „Ég verð nú að segja að ef þetta er niðustaðan þá er þetta ótrúlega aum ríkisstjórn. Ég verð að segja fyrir mína parta að ég á mjög erfitt með að treysta Samfylkingunni til að semja við Evrópusambandið. Það voru nú fulltrúar þeirra sem sömdu um Icesave og niðurstaðan úr því er ekki eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir," segir Eygló og bætir því við að þar hafi menn verið tilbúnir til þess að „gera hvað sem er á móti því að okkur yrði hugsanlega hleypt hratt inn í ESB," segir Eygló. „Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki einu sinni samið um málið sín á milli, hvernig í ósköpunum eiga þeir þá að fara að því að semja um þvílíkt stórmál fyrir íslensku þjóðina," segir hún að lokum. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Birkir Jón Jónsson. varaformaður Framsóknarflokksins segir það ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um Evrópumálin og ætli sér þess í stað að leggja spurninguna um hvort hefja eigi aðildarviðræður í dóm Alþingis eins og Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir. Hann segist hlynntur aðildarviðræðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Mér finnst þetta nú ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin ætlar að fara klofin af stað í máli sem þessu," segir Birkir. „Það veit örugglega ekki á gott með framhaldið. En við eigum eftir að sjá hvernig stjórnin kemur með málið inn í þingið og það er allt mjög óljóst í þessu. Ég ætla þessvegna að veita þessari ríkisstjórn svigrúm til athafna. En við hljótum samt að kalla eftir því að hún klári þennan stjórnarsáttmála þannig að það verði hægt að fara að ráðast í einhverjar raunverulegar aðgerðir. Það er mikil óþreyja í okkur framsóknarmönnum að þing komi saman og að menn fari að setjast yfir það verkefni að takast á við bráðavanda í efnahagsmálum þjóðarinnar." Þegar Birkir er spurður hvort einhugur sé á meðal framsóknarmanna um að hefja aðildarviðræður segir hann: „Stefna flokksins er skýr í þeim málum. En ef þetta fer svona kemur þetta væntanlega sem þingsályktunartillaga inn í þingið frá klofinni ríkisstjórn. Ég ætla mér því að bíða með að sjá hvernig þetta atvikast og hvernig orðalagið verður. Ég er hlynntur því að það verði farið í viðræður við Evrópusambandið, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, líkt og landsfundur okkar hefur samþykkt." sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir þingkona framsóknar tekur í svipaðan streng og varaformaðurinn. „Ég verð nú að segja að ef þetta er niðustaðan þá er þetta ótrúlega aum ríkisstjórn. Ég verð að segja fyrir mína parta að ég á mjög erfitt með að treysta Samfylkingunni til að semja við Evrópusambandið. Það voru nú fulltrúar þeirra sem sömdu um Icesave og niðurstaðan úr því er ekki eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir," segir Eygló og bætir því við að þar hafi menn verið tilbúnir til þess að „gera hvað sem er á móti því að okkur yrði hugsanlega hleypt hratt inn í ESB," segir Eygló. „Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki einu sinni samið um málið sín á milli, hvernig í ósköpunum eiga þeir þá að fara að því að semja um þvílíkt stórmál fyrir íslensku þjóðina," segir hún að lokum.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira