Andlit leikkonunnar Cate Blanchett mun prýða ný frímerki sem framleidd verða í heimalandi hennar, Ástralíu. „Ég er bæði undrandi og auðmjúk yfir því að ég sé orðin að frímerki. Milljónir Ástralíubúa eiga eftir að sleikja mig og ég get ekki beðið eftir því," sagði Blanchett. „Þetta sýnir einnig fram á gildi listarinnar í Ástralíu og færir hana í átt til almennrar neyslu. Ef ég er orðin hluti af því þá er ég virkilega stolt."
Blanchett er ein þekktasta leikkona Ástralíu. Nýjasta mynd hennar, The Curious Case of Benjamin Button, var nýverið tilnefnd til þrettán Óskarsverðlauna.