Innlent

Býst við leiðindaveðri í dag

Siggi segir að það verði vonskuveður í dag. Mynd/ Vilhelm.
Siggi segir að það verði vonskuveður í dag. Mynd/ Vilhelm.

„Já það verður víða leiðindaveður á landinu í dag" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Stöðvar 2 og Vísis.

„Það er fyrir það fyrsta stormviðri í kortunum seinni partinn við suður- og suðausturströndina og einnig verður mjög hvasst með ströndum og á fjöllum norðanvestan til, á Vestfjörðum og Snæfellsnesi" segir Sigurður og bætir við „annars staðar verður vindurinn nokkuð hægari en hann er núna síðdegis að snúa sér í norðaustrið og þá bætir mjög víða í vind," segir Sigurður.

Hann segir mikla úrkomu vera í tölvuspánum og hitinn á landinu ekkert alltof hár. Því megi búast við rigningu eða slyddu sunnan til og vestan en snjókoma eða slyddu norðanlands. Á fjallvegum og á hálendinu verði þetta mestmegnis snjókoma. Sigurður segir að verulega dragi úr úrkomu vestanlands seint í dag eða kvöld en áfram verði úrkomasamt á austurhluta landsins. Í nótt fari að lægja.

„Það má kannski segja að þetta sé ekki heppilegasta veðrið til að ferðast milli landshluta en það á að vera fært víðast hvar um landið þó þæfingur kunni að verða víða á fjallvegum. Enn ég vara sérstaklega við aðstæðum í Öræfasveitinni nú síðdegis" segir Sigurður að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×