Innlent

Lögregluníðingur kominn aftur

Monte Carlo. Maðurinn réðst á lögreglumennina í grennd við veitingastaðinn.
Monte Carlo. Maðurinn réðst á lögreglumennina í grennd við veitingastaðinn.

Karlmaður sem gekk í skrokk á tveimur lögreglumönnum og slasaði þá í janúar á síðasta ári rauf endurkomubann þegar hann kom til landsins fyrr í vikunni. Hann var handtekinn við komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var ákærður fyrir héraðsdómi í gær.

Maðurinn sem um ræðir, Algis Rucinskas, réðst á lögreglumennina tvo, sem voru óeinkennisklæddir við fíkniefnaeftirlit, í nágrenni við veitingastaðinn Monte Carlo á Laugavegi. Hann veitti þeim þung höfuðhögg með krepptum hnefa og skaðaði báða. Fjórir félagar hans hugðust leggja honum lið, en lögreglumönnunum barst þá liðsauki og gátu þeir yfirbugað árásarmennina.

„Árás ákærða var fólskuleg og ógnvekjandi og brotavilji hans einbeittur," sagði í dómi Hæstaréttar, sem dæmdi árásarmanninn í þriggja mánaða fangelsi. Honum var sleppt á reynslulausn þegar hann átti fjörutíu daga óafplánaða, vísað af landi brott og settur í tíu ára endurkomubann sem hann hefur nú rofið.

Þetta er annar maðurinn sem rýfur endurkomubann til landsins á skömmum tíma. Tomas Arlauskas, áður Malakauskas, sem afplánaði refsingu vegna líkfundarmálsins í Neskaupstað, kom hingað fyrir nokkrum dögum og situr nú inni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×