Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu 2. október 2009 06:30 Tómas Már. „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
„Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira