Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu 2. október 2009 06:30 Tómas Már. „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira