Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu 2. október 2009 06:30 Tómas Már. „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
„Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira