Erlent

Ekki velkominn til Sri Lanka

Carl Bildt
Carl Bildt

„Þetta er furðulegt,“ sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um afstöðu stjórnvalda á Sri Lanka, sem neituðu að hleypa honum inn í landið.

Bildt hugðist fara þangað í för með utanríkisráðherrum Bretlands og Frakklands, þeim David Miliband og Bernard Kouchner, til þess að þrýsta á að samið verði um vopnahlé í stríði stjórnarhers eyjunnar við uppreisnarsveitir tamíla.

Sendiherra Sri Lanka í Svíþjóð segir ástæðuna vera þá, að öfugt við Miliband og Kouchner hafi Bildt ekki skipulagt ferð sína fyrirfram.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×