Innlent

Breytingum frestað til hausts

Talsverður fjöldi lögreglumanna ræddi vinnufyrirkomulag á fundi í gær. Fremstur er Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur.
Fréttablaðið/Stefán
Talsverður fjöldi lögreglumanna ræddi vinnufyrirkomulag á fundi í gær. Fremstur er Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán

 Samkomulag hefur náðst í kjaradeilu lögreglumanna og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirhuguðum breytingum á vinnufyrirkomulagi lögreglumanna á vöktum hefur að mestu verið frestað til hausts.

„Við munum leggja mikla vinnu í að ná sátt í málinu og sú vinna mun hefjast strax í fyrramálið,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Fjölmennur félagsfundur var haldinn vegna málsins seinnipart dags í gær.

Lausn málsins byggir á málamiðlunartillögu lögreglufélagsins. Henni hafði áður verið hafnað af yfirstjórn lögreglunnar. „Þetta er hið besta mál, ég vona að þetta lægi öldurnar,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðsins. Hann segir að nú verði unnið hörðum höndum að því að ná samkomulagi fyrir júníbyrjun um valkvæðan vinnutíma lögreglumanna frá og með 1. september.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær snýst deilan um breytingar á vinnufyrirkomulagi.

Forsvarsmenn lögreglufélagsins töldu að verið væri að bæta við þremur vinnudögum í mánuði án þess að auknar greiðslur kæmu á móti.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×